Sæludagar í Hlöðvík - laus sæti

HORNSTRANDIR
Sæludagar  í Hlöðuvík                                   
14. - 21. júlí   8 dagar
Fararstjórar: Guðmundur Hallvarðsson og Eygló Egilsdóttir
Hámarksfjöldi: 30 manns í 2 húsum og auk þess er ágætt tjaldstæði í boði með góðri aðstöðu.

Hin sívinsæla fjöldskylduferð þar sem dvalið er á Búðum, nú í tveim skálum. Skipulagðar gönguferðir um nágrennið og kvöldvökur með söng og glensi. Í ferðinni er sameiginlegur matur en ekki innifalinn í fargjaldi ferðarinnar.
Farþegar koma til Ísafjarðar mánudaginn 13. júlí og gista á eigin vegum.
1. d. Siglt þriðjudaginn 14. júlí  kl. 9 til Hlöðuvíkur.
2.-7. d. Skipulagðar gönguferðir um svæðið við allra hæfi.
8. d. Siglt þriðjudaginn 21. júlí til Ísafjarðar.

Verð kr. 48.000/53.000
Innifalið: Sigling, gisting og fararstjórn.