Safetravel og Slysavarnafélagið Landsbjörg

Safetravel og Slysavarnafélagið Landsbjörg býður upp á ókeypis fyrirlestra um gönguferðir. Fjallað verður um undirbúning, útbúnað og framkvæmd en áætlað er að fyrirlesturinn taki um eina og hálfa klukkustund. Annar fyrirlesturinn verður miðvikudaginn 5. Júní kl. 20:00 í húsnæði Hjálparsveitar skáta, Malarhöfða 6, Reykjavík. Hinn fyrirlesturinn verður í fimmtudaginn 6. Júní kl. 20:00 í húsnæði Súlna,Hjalteyrargötu 12, Akureyri. Fyrirlestrarnir henta öllum og fólk er hvatt til að mæta og nýta sér þetta tækifæri.

 

Í framhaldi af þessu mun Björgunarskóli Landsbjargar bjóða stutt námskeið fyrir göngumenn. Námskeiðin eru sem hér segir; Útbúnaður í gönguferðum 11.júní , Áttaviti og kortalestur  13. Júní og Göngu GPS 18. Júní. Öll námskeiðin hefjast kl. 19:00 og fara fram í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Skráning fer fram hér http://skoli.landsbjorg.is/Open/Seminars.aspx eða í síma 570-5900.