Safnað fyrir Barnaheimilið í Tasiilaq og hreinsun Kolgrafarvíkur

Hrafn Jökulsson í fjörunni í Kolgrafarvík
Hrafn Jökulsson í fjörunni í Kolgrafarvík

Söfnun Hrafns Jökulssonar

Hrafn Jökulsson rithöfundur og leiðtogi skákfélagsins Hróksins hefur sett sér það markmið að safna 3 milljónum króna fyrir Barnaheimilið í Tasiilaq fyrir 17. júní. Um leið og þetta er lokaverkefni Hróksins þá ætlar Hrafn að helga næstu 4 ár frelsun Kolgrafarvíkur og hreinsun strandlengjunnar.  Hrafn hefur þegar hafist handa við hreinsun fjörunnar í Kolgrafarvík í góðu samstarfi við landeigendur og heimamenn, Bláa herinn, Rjúkandi, Félag Árneshreppsbúa og alla þá sem vilja taka höndum saman um hreinsun strandlengju Íslands. Ferðafélag Íslands mun styðja við þetta metnaðarfulla verkefni meðal annars með vinnuferðum sjálfboðaliða og er fyrsta vinnuferðin á dagskrá 17. júní nk.  Árneshreppur styður verkefnið. 

Í tilkynningu frá Hrafni kemur fram að hann hafi sáralítinn tíma til að sinna söfnuninni en heitir á alla vini Árneshrepps og íslenskrar náttúru að taka þátt í kveðjugjöf Hróksins til barna á Grænlandi.

Söfnunarreikningur KALAK:
0322-13-100141

Kennitala:
430394-2239