Gönguferðir Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands
Fæðuhringurinn í miðborg Reykjavíkur - saga matar frá landnámi til okkar daga
- laugardaginn 12. mars kl. 11
Á aldarafmæli Háskóla Íslands taka skólinn og Ferðafélag Íslands höndum saman og standa fyrir reglulegum gönguferðum á afmælisárinu. Reynsla og þekking leiðsögumanna Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna háskólans blandast saman í áhugaverðum gönguferðum um höfuðborgarsvæðið og næsta nágrenni þess.
12. mars munu Laufey Steingrímsdóttir, prófessor, Sólveig Ólafsdóttir, sagnfræðingur, og Guðrún Hallgrímsdóttir, matvælaverkfræðingur, leiða gönguferð þar sem saga, menning og matur verða meginefnið.
Gangan hefst á horni Aðalstrætis og Túngötu kl. 11:00 og henni lýkur við Sjóminjasafnið við Grandagarð. Gengið verður um gamla grænmetisgarða, stakkstæði, veitingastaði og verslanir liðins tíma. Samvinna er um gönguferðina við félagið Matur, saga, menning.