Í ljósi samkomubanns sem nú hefur verið sett á höfum við tekið þá ákvörðun að fella niður þær ferðakynningar sem framundan voru. Hins vegar höldum við enn sem komið er okkar striki hvað varðar göngur enda eru allir okkar hópar undir þeim mörkum sem samkomubannið nær til og það er auðvelt að halda tveggja metra fjarlægð úti í náttúrunni. Það er jafnframt okkar trú að einmitt á tímum sem þessum eigum við að hreyfa okkur og fara út í náttúruna og huga þannig að líkamlegri og andlegri heilsu.
Í næstu göngum munum við þó hvorki hvetja til þess að fólk sameinist í bíla né notast við rútur.
Sem fyrr hvetjum við þó fólk til að mæta ekki ef það er með einkenni flensu og minnum alla á að fylgja leiðbeiningum um sýklavarnir sem sjá má á meðfylgjandi mynd.
Við fylgjumst að sjálfsögðu náið með þeim leiðbeiningum sem koma frá Embætti Landlæknis og uppfærum þessar upplýsingar ef þörf krefur.