Ferðafélag Íslands og Slysavarnarfélagið Landsbjörg hafa gert með sér samstarfssamning. Ferðafélagið styrkir starf Hálendisvaktar Landsbjargar og félögin vinna sameiginlega að öryggismálum ferðamanna, bæði með fræðslustarfi m.a. skiltum sem sett eru upp við fjölfarnar gönguleiðir, stikunum leiða og merkingum.
,,Starf Hálendisvaktarinnar er mjög mikilvægt fyrir öryggi ferðamanna á hálendinu, bæði hvað varðar forvarnarstarf og eins er viðbragðstíminn miklu styttri ef óhöpp verða, „ segir Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ. ,,Við höfum lengi átt ánægjulegt samstarf við björgunarsveitarinnar. Starf þeirra er ómetanlegt og aðdáunarvert. Um leið er um margt líkt með félögunum sem byggja á sjálfboðaliðastarfi í öllu sínu starfi.
Skálaverðir Ferðafélagsins hafa lengi haft það hlutverk að aðstoða ferðamenn við ýmsar aðstæður en tilkoma Hálendisvaktarinnar fyrir sjö árum hefur stóraukið öryggi ferðamanna á hálendinu. Skálar FÍ eru um þessar mundir að opna og í kjölfarið fer Hálendisvaktin af stað.