Frá undirritun samkomulagsins - f.v. Sæunn Stefánsdóttir verkefnastjóri,
Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ, Kristín Ingólfsdóttir rektor HÍ og Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ
1. Greinargerð
Á þeim tímamótum sem framundan eru, aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011, hafa Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands ákveðið að vinna að ákveðnum verkefnum í sameiningu. Verkefnið gengur út á það að Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands munu bjóða sameiginlega upp á gönguferðir sem auglýstar verðar undir formerkjum aldarafmælis Háskóla Íslands og Ferðafélagsins. Eftirfarandi markmið og verkefni eru hugsuð til að styðja við starf beggja aðila og minnast tímamóta Háskólans með skemmtilegum, óvæntum og áhugaverðum hætti. Gert er ráð fyrir að flestar göngurnar verði ókeypis en sérstakar og lengri ferðir verði innheimt lágmarksgjald en þær ferðir eru sérstaklega hugsaðar fyrir stúdenta og starfsmenn Háskóla Íslands.
2. Markmið
Í tilefni af 100 ára afmæli Háskóla Íslands ætla HÍ og Ferðafélag Íslands ætla að vinna að eftirfarandi markmiðum á afmælisárinu:
3. Markhópar
4. Verkefnið
Til að ná þeim markmiðum sem sett voru fram eru nokkur verkefni sérstaklega skilgreind í samkomulagi þessu. Þau eru:
12 gönguferðir sem tengdar verða árstíðum.
Gönguferðirnar verða opna almenningi og verða þær ókeypis. Hugmyndin er sú að allir geti gengið undir leiðsögn Ferðafélags Íslands og fengið „fyrirlestra“ frá starfsmönnum Háskóla Íslands í ferðunum. Áhersla verður lögð á fjölbreyttar göngur sem tengjast öllum fræðasviðum Háskóla Íslands.
Sérstakar gönguferðir sem sérstaklega verða ætlaðar nemendum og starfsfólki Háskóla Íslands.
Dæmi um mögulegar göngur eru:
Kynning verkefnisins
HÍ og FÍ munu sameiginlega koma að kynningu verkefnisins og vinna saman að kynningaráætlun fyrir verkefnið
Ábyrgð og gildistími samkomulags
Gert er ráð fyrir að dagskrárdrög samstarfsins liggi fyrir eigi síðar en 7. janúar 2011.
Samkomulag þetta r gildir frá 1. janúar 2011 og gildir til 31. desember, 2011.
Umsjón og ábyrgð verkefna verður í höndum Ferðafélag Íslands og verkefnisstjórnar afmælisárs Háskóla Íslands.
Reykjavík, 25. janúar, 2010.
Samkomulag þetta undirrita,
F.h. Háskóla Íslands
Kristín Ingólfsdóttir, Rektor Háskóla Íslands
F.h. Ferðafélags Íslands
Ólafur Haraldsson, forseti
Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri