Ný bók: Seiðmagn óbyggðanna
Seiðmagn óbyggðanna, ferðaþættir eftir Gerði Steinþórsdóttur, er ný bók sem Ferðafélag Íslands gefur út. Í bókinni eru 35 ferðaþættir þar sem segir frá gönguferðum víða um byggðir og óbyggðir Íslands og í fáeinum þáttum víkur sögunni til annarra landa. Flestir birtust þættirnir í Morgunblaðinu undir samheitinu Á slóðum Ferðafélags Íslands.
Gerður hefur langa reynslu af óbyggðaferðum og átti um árabil sæti í stjórn Ferðafélags Íslands.
Í bókinni eru liðlega 100 myndir og mörg kort af gönguleiðum. Hún er 260 blaðsíður. Oddi prentaði.
Bókin færst í helstu bókaverslunum og á skrifstofu Ferðafélags Íslands.