Ferðafélag Íslands tekur að sér undirbúning og skipulag fyrir hópa í sérferðir um einstök svæði og leiðir um allt land. Félagið býður upp á kynningu á gönguleiðum til hópa og fyrirtækja. Þá er einnig hægt að fá kynningu á starfsemi FÍ en félagið er áhugamannafélag sem hefur það að markmiði að hvetja landsmenn til að ferðast um landið. Starfsemin skiptist í ferðir, skálarekstur og uppbyggingu á aðstöðu fyrir ferðamenn og fjölbreytt útgáfustarf.
Hægt er að panta kynningu á ferðum og gönguleiðum, sem og starfsemi FÍ með því að hafa samband við skrifstofu FÍ, s. 568-2533 eða með tölvupósti á fi@fi.is