Síðsumarsskreppa bíladeildar FÍ

1. ágúst
kl. 08

Sumarskreppan 2009

4 - 5 nætur

Úrleiðaferð um spennandi slóðir.

Norðurfjörður fyrsta gisting!

Drög að
farlista

*

Lagt
af
stað
kl. 08
laugar-
daginn
1. ágúst

*

Ferð
eftir
veðrum
og
vindum
með
4-5
gisti-
nætur

*
 

Norðurfjörður

Vegagerðin lýsir leiðinni svona:
Reykjavík - Norðurfjörður á Ströndum
378 kílómetrar * þar af >>> 244 km með bundið slitlag og >>> 134 km malarvegur.
Leiðin >> Hvalfjarðargöng, Borgarfjarðarbrú, Holtavörðuheiði, Balar
*  *  *  *  *  *  *
N1 - (gamla ESSO) - segist (í símtali við 455-3107)
hafa eldsneyti á bíla í þjónustustöð í Norðurfirði
 

  • Laugardagur 1. ágúst - ekið í gististað á Ströndum
  • Farnar verða meira og minna algengar leiðir. Komið verður víða í samræmi við það sem þú átt von á - einnig á óvænta staði.
  • Allir geta slegist í förina þegar þeim hentar og horfið burt þegar þeir þurfa.
  • Bíllausir geta slegist í förina. Fargjaldið er kr. 12.000 á dag fyrir þá sem eru aðeins tvo eða þrjá daga en kr. 8.000 á dag fyrir þá sem eru með alla ferðina.  
  • Hægt er að koma á hvers kyns bílum þótt sumar leiðirnar verði aðeins farnar á öflugri fjórdrifsbílum.
  • Þátttökugjaldið er kr. 5.000 á þátttökubíl.
  • Nánari áætlun.
    Látum nótt sem nemur og höfum tjaldið meðferðis til að vera örugg!
    Athugaðu:
    fyrstu tvær næturnar gistum við í Norðurfirði - í - og við hús Ferðafélagsins. Inni er gistirými fyrir 11 - en við erum mun fleiri. Á nýja gólfinu í fyrrum fjárhúsum getum við sofið ef við höfum dýnu meðferðis að liggja á. Svo er auðvitað rými á túninu fyrir tjöld og svefnbíla.
  • Þetta er nestisferð og birgðir endurnýjaðar í verslunum svæðisins.
  • Á ferðum er stöðvað víða, menn skoða sig um og taka myndir.