Síldarmannagötur - Dagsferð á sunnudaginn 22. ágúst

Á Sunnudaginn 22. ágúst verður gengið Síldarmannagötur, forn þjóðleið upp úr Hvalfjarðarbotni yfir Botnsheiði og yfir að Fitjum í Skorradal. Nánar í: Gönguleiðir upp úr Botni Hvalfjarðar, útg. FÍ 2007.

Brottför frá Mörkinni 6 kl. 10. Göngutími 4-5 klst.
Skráning og greiðsla á skrifstofu 

Ferðafélagsins föstudaginn 20. ágúst

Verð: 5000 / 7000. Innifalið: Rúta og fararstjórn

Þegar er komið haust í vindinn og lyngið ofurlítið farið að sölna er rétti árstíminn til að ganga fornar þjóðleiðir milli byggða. Síldarmannagötur er þétt vörðuð og skýr leið úr botni Hvalfjarðar yfir að Fitjum í Skorradal. Fegurð Hvalfjarðar er viðbrugðið og á þessum árstíma er landið gjöfult því það eru komin bústin ber á lyng við fótmál ferðalanga. Kjarrið angar, lóan kallar angurvær á hópinn sinn sem fljótlega stefnir til suðurs og lagðprúðir, bústnir dilkar fnæsa að óvæntum gestum.