Skálar Ferðafélags Íslands
Skálar Ferðafélags Íslands og deildanna úti um land eru þægilegir áningarstaðir á ferðalagi um óbyggðir Íslands. Þau eru á 38 stöðum víðsvegar um land og allur almenningur getur nýtt þau óháð aðild að Ferðafélaginu.
Yfir sumartímann er skálagæsla í flestum skálum FÍ.
Yfir vetrartímann er skálum FÍ læst en hægt að nálgast lykla á skrifstofunni.
Gistingu í skála FÍ þarf að panta á skrifstofu FÍ í síma 568-2533.
Verðskrá í skála FÍ
- Nauðsynlegt er að panta og greiða gistingu með minnst mánaðar fyrirvara til að tryggja gistipláss og forðast óþægindi.
- Við bókun á skálagistingu skal gefa upp kredikortanúmer.
- Ef skálagisting er afpöntuð gilda eftirfarandi reglur. Ef afpantað er innan 14 daga fyrir dagsetningu er endurgreitt sem nemur 80% af gistigjaldi. Ef afpantað er 7 dögum fyrir dagsetningu er endurgreitt 50 % . Ekki er endurgreitt ef afbókað innan viku frá dagsetningu.
Smellið á skálaheiti á kortinu eða í valmyndinni til vinstri til að fá frekari upplýsingar