Skálavarðanámskeið tókst vel

Skálavarðanámskeið FÍ um helgina tókst vel en um var að ræða þriggja daga námskeið fyrir skálaverði félagsins, bæði bóklegt og verklegt þar sem farið var yfir alla helstu þætti í starfi skálavarðar.  Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ segir að námskeiðið hafi verið lærdömsríkt og ekki síst skemmtilegt fyrir skálaverðina að hittast og fara saman yfir verkefni sumarsins.

,,Við höfum nú ráðið alla skálaverði fyrir sumarið og erum með úrvalshóp af góðu fólki, bæði skálaverði sem hafa verið hjá okkur í mörg ár og eins nýja skálaverði sem þó hafi mikla og góða reynslu,"

Páll segir að félagið ráði 15 skálaverði til starfa yfir sumartímann og flestir þeirra starfi á Laugaveginum en þar rekur félagið 6 skála.  Einnig verða skálaverðir að venju í Nýjadal á Sprengisandi sem og í Norðurfirði.  ,, Þá verðum við með skálaverði á Kili í sujmar með aðstöðu í Hvítárnesi, sem mun fara á milli skálanna á Kili."