Skálavörður mætir til starfa í Landmannalaugum 10. febrúar nk og mun sinna gæslu í skálanum um helgar fram yfir páska. Ferðafélagið endurnýjaði í haust hitavatnsleiðslur í skála og verður í framhaldi af því heitt og kalt rennandi vatn í skálanum í vetur og boðið upp á vatnssalerni eftir að skálavörðurinn er mættur til starfa.
Ferðafélagið hefur áður haft skálaverði í skálum félagsins yfir vetrarmánuðina og eykur það þjónustu og þægindi fyrir ferðamenn til muna. Komið er að skálanum heitum og heitt kaffi á könninni, auk þess sem skálavörður hefur tök á að fylgjast með ferðum ferðamanna og auka þannig öryggi þeirra.