Það er ávallt gleðilefni þegar líf færist í Þórsmörk. Á dögunum flutti Guðrún skálavörður inn í Langadal en hún er þegar búin að taka á móti þó nokkrum fjölda gesta á svæðinu, bæði í skála og á tjaldstæði. Göngubrúin yfir Krossá er komin á sinn stað og því er auðvelt fyrir þau sem treysta sér til að keyra að Krossánni að koma við í Langadal og njóta sælunnar. Traktorinn Stefanía er einnig komin heim og er til taks þegar á þarf að halda sem verður þó vonandi sem sjaldnast. Sem fyrr minnum við vegfarendur á að fara að öllu með gát í ánum en fyrir þau sem vilja heyra í skálaverði þá er númerið 893 1191.
Gleðilegt Þórsmerkursumar.