Skíðaganga á Pálmasunnudag

Númer: D-1
Dagsetning: 5.4.2009
Brottfararstaður: Mörkin 6, kl 9
Viðburður: Þingvallakirkja – Hvalvatn – Hvalfell – Glymur
Erfiðleikastig:
Lýsing:

Þingvallakirkja – Hvalvatn – Hvalfell – Glymur 
5. apríl, pálmasunnudagur. Skíðaferð. Rúta
Brottför frá Mörkinni 6. kl 9. Göngutími 7-9 klst
Farastjórar Páll Guðmundsson og Leifur Þorsteinsson

Ekið til Þingvalla þar sem gerður verður stuttur stans í kirkjunni og  saga hennar rifjuð upp. Þaðan ekið inn að Svartagili þar sem skíðagangan hefst. Gengið verður upp á milli Botnssúlna og Ármannsfells, norður fyrir Hvalfell yfir Hvalvatn, ef aðstæður leyfa, og komið niður hjá Stóra-Botni í Botnsdal.

Nánar í: Gönguleiðir upp úr botni Hvalfjarðar, útg. FÍ 2007