Búið er að opna fyrir skráningu í æfingaverkefnið FÍ Landvætti 2020 og nýtt verkefni, hálfur Landvættur.
Takmarkað pláss er í hópnum og skráningu lýkur um leið og hópurinn fyllist. Mikil ásókn er í verkefnið og við bendum fólki á að ganga sem fyrst frá skráningu til að tryggja sér pláss.
Kynningarfundir verða haldnir þriðjudaginn 8. okt. í sal FÍ, Mörkinni 6.
Æfingar hefjast helgina 26.-27. okt.
Nánari upplýsingar og skráning
FÍ Landvættur er æfingaverkefni sem stendur í rúma 9 mánuði, frá nóvember til júlíloka og hefur það takmark að ljúka öllum fjórum þrautum Landvættanna innan ársins. Landvættaþrautirnar fjórar eru eftirfarandi:
FÍ Landvættur er hugsað fyrir venjulegt fólk sem nú þegar er í sæmilegu formi og hreyfir sig meira eða minna reglulega, fólk sem vill stunda líkamsrækt úti í náttúru Íslands, setja sér ögrandi markmið og komast í frábært líkamlegt form í þéttum, skemmtilegum og styðjandi félagsskap. Verkefnið er ekki afreksverkefni á par við járnkarlaþrautirnar en hentar illa fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref upp úr sófanum.
Hópurinn er lokaður og æfir saman úti í náttúrunni á einni stórri æfingu í hverri viku, oftast annað hvort á laugardegi/sunnudegi eða þriðjudegi/fimmtudegi. Þess á milli æfir hópurinn eftir fyrirfram ákveðinni æfingaáætlun.
Boðið er upp á þá nýjung á næsta ári að hægt verður að taka hálfan Landvætt og sérstakur æfingahópur mun undirbúa fólk fyrir það verkefni. Hálfir Landvættir taka þátt í sömu fjórum þrautum og Landvættir en vegalengdirnar eru styttri:
Þessi hópur er hugsaður fyrir þá sem eru að koma sér af stað í fjölbreyttri hreyfingu úti í náttúrunni, fólk sem er að hefja sinn íþróttaferil, að byrja að æfa eftir hlé eða það fólk sem hefur æft eina íþróttagrein en langar að læra meira og útvíkka getuna. Þetta æfingaverkefni er einnig tilvalið fyrir þá sem vilja æfa sig upp í heilan Landvætt á þarnæsta ári 2021. Með hálfum Landvætti og Ungvætti geta fjölskyldur og vinahópar gert Landvættaverkefnið að sameiginlegu markmiði sínu, tekið þrautirnar saman og æft saman að einhverju marki, þó að vegalengdirnar séu mismunandi.