Morgungönguvikan er í næstu viku og verður gengið alla morgna frá mánudegi til föstudags á fimm ólík fjöll. Eins og nafnið gefur til kynna þá fara göngurnar fram á morgnana og verður lagt af stað kl. 06:00. Göngurnar taka um 2-3 klst. og er þátttaka ókeypis.
Við vekjum þó athygli á að vegna aðstæðna þarf fólk að skrá sig sérstaklega í göngurnar en hámark 50 manns geta tekið þátt í hverri göngu.
Hægt er að skrá sig í göngurnar með því að smella á eftirfarandi tengil:
Dagskrá Morgungönguvikunnar:
4. maí. Mánudagur: Helgafell ofan Hafnarfjarðar. Gangan hefst við Kaldársel.
5. maí. Þriðjudagur: Mosfell. Gangan hefst við bílastæðið við Mosfellskirkju í Mosfellsdal.
6. maí. Miðvikudagur: Úlfarsfell. Gangan hefst við bílastæði Skógræktarinnar við Vesturlandsveg.
7. maí. Fimmtudagur: Helgafell í Mosfellsbæ. Ganga hefst við bílastæði undir fjallinu, Mosfellsdalsmegin.
8. maí. Föstudagur: Esjan upp að Steini. Gangan hefst við bílastæði undir Esju.
Fararstjórn: Auður Kjartansdóttir og Heiðrún Meldal.