Skyggnst í iður jarðar: Eyjafjallajökull 3 skór
6. apríl, laugardagur
Fararstjórar: Ævar og Örvar Aðalsteinssynir.
Brottför: Kl. 7 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6.
Ekið inn á Þórsmerkurleið og gengið upp vestan við Grýtutind. Litlaheiði gengin inn undir Skerin og þeim fylgt upp á jökul. Svo er stefnt á Goðastein en þaðan er góð yfirsýn um jökulfyllta gígskálina og eldstöðina sem rýkur úr. Ef aðstæður leyfa er gengið fram á Vestari Skolt og litið niður hrikalegan Gígjökulinn. Jöklabúnaður nauðsynlegur. 17 km. Hækkun 1500 m. 10-11 klst. á göngu.
Verð: 23.000/26.000. Innifalið: Rúta, fararstjórn og leiðsögn jarðfræðings.