Óhöpp í óbyggðum – Fjallbræður
FÍ hélt skyndihjálparnámskeið fyrir fararstjóra og göngufólk nú í febrúar og mars.
Eftir stutta upprifjun á grunnatriðum skyndihjálpar var lögð aðláherslan á raunhæf verkefni og fræðslu og frásagnir af slysum sem hafa orðið á Íslandi. Þannig var reynt að æfa viðbrögð við óhöppum sem upp kunna að koma á gönguferðum í óbyggðum. Námskeiðið endaði síðan á verklegri útiæfingu þar sem björgunarfólkið þurfti að kljást við stórslasaða göngumenn í myrkri og kulda.
Kennt var í sal FÍ
Verklegar æfingar - fótbrot
Skemmtilegur höfuðbúnaður
Ennþá skemmtilegri höfuðbúnaður
Þetta er fullkominn fatli