Sléttugangan hjá Ferðafélaginu Norðurslóð

Sléttugangan 8. ágúst 2009


Sléttugangan árlega verður gengin 8. ágúst nk. Gengið er frá Raufarhöfn yfir Melrakkasléttu og komið niður í nágrenni Kópaskers, nánar tiltekið í grennd við spennustöð við Snartarstaði. Þetta er um 30 km ganga, falleg og góð gönguleið. Það er Ferðafélagið Norðurslóð sem nú stendur fyrir göngunni.


Göngugarpar hittast við Hótel Norðurljós klukkan 8:00 og fá far að upphafspunkti gönguleiðarinnar. Við endastöð bíða bílar sem aka göngugörpum sem leið liggur í sundlaug Raufarhafnar þar sem boðið er upp á sturtu og gufubað. Kvöldverður er síðan á Hótel Norðurljósum þar sem boðið er upp á pottrétt með grænmeti og brauði.


Skráning er hjá Jóhönnu Dögg í síma 695-7117 eða í tölvupósti johanna@raufarhofn.is. Skáningargjald er kr. 3.000,- Tekið á móti greiðslunni í peningum við Hótel Norðuljós áður en lagt er upp í ferðina, ENGINN POSI ! Innifalið í skráningargjaldi er akstur, kvöldverður og sturta/sauna.


Gistitilboð á Hótel Norðurljósum kr. 5.000 á mann með morgunmat. Sími: 465-1233 eða tölvupóstur ebt@vortex.is.
Tjaldstæðið býður upp á mjög góða aðstöðu (vaskur, wc og sturta), þar er allur aðgangur gestum að kostnaðarlausu.

Meðfylgjandi mynd er tekin í kvöldroðanum af vitanum á Raufarhöfn.