Ferðafélag Íslands hefur nú þrjú ár í röð staðið fyrir fræðsluferðum þar sem leitast er við að feta í fótspor Konrads Maurers sem ferðaðist um Ísland árið 1858.
Nú 11. september næstkomandi verður farið í dagsferð á rútu um slóðir Maurers á Suðurlandi. Ekið verður um Mosfellsheiði til Þingvalla, þaðan í Haukadal og að lokum um Vatnsleysu og að Kaldaðarnesi.
Konrad Maurer var prófessor í þýskum lögum og norrænni réttarsögu og var mikill áhugamaður um íslenskar þjóðsögur og ævintýri. Hann ferðaðist um landið þvert og endilangt árið 1859 til að heimsækja forna þingstaði og safna þjóðsögum.
Maurer gaf út bók um ferðir sínar sem gefin var út í íslenskri þýðingu árið 1997 og ber heitið Konrad Maurer Íslandsferð 1858.
Nánari upplýsingar um ferðina 11. september sem og ítarlegar leiðarlýsingar frá öllum Maurer ferðum Ferðafélags Íslands má finna hér.