Snæfellingar gengu á Skipaþúfu

Ferðafélag Snæfellsness var stofnað á þessu ári. Félagið efndi til gönguferðar á Bjarnarhafnarfjall um helgina og tóku 17 göngumenn þátt í leiðangrinum. Besta veður var til fjallgöngu því bjart var yfir þrátt fyrir nokkuð snarpa norðanátt. Göngumenn fengu í verðlaun frábært útsýni ofan af Skipaþúfu efst á fjallinu.
Ferðafélag Snæfellsness hefur staðið fyrir nokkrum gönguferðum síðan félagið var stofnað í sumar enda víða færi á skemmtilegum ferðum um hinn tignarlega Snæfellsnesfjallgarð.
Bjarnarhafnarfjall

Göngumenn á leið á Bjarnarhafnarfjall um helgina á vegum Ferðafélags Snæfellsness.