Snæfellsnes 9. apríl

Brottför frá Mörkinni 6 kl. 8.00.
Útivera með léttum gönguferðum og sögulegum fróðleik þar sem kynnst er mannlífi á fyrri tíð, fornum leiðum og minjum ásamt tilkomumikilli náttúru Undir Jökli. Fyrri daginn er áætlað að fara að Búðum og ganga að Frambúðum. Farið verður um Stapasvæðið og gengið yfir að Hellnum og kíkt í Gestastofu Snæfellsjökulsþjóðgarðs.  Í samráði við starfsfólk Þjóðgarðsins verður í boði ferð í Vatnshelli sem var opnaður síðastliðið sumar. Fiskabyrgin á Gufuskálum og Sjóminjasafnið verða á dagskrá ef tími vinnst til og kvöldganga á laugardagskvöldinu. 

Á sunnudeginum verður farið í  göngu um þá mögnuðu staði, Hólahóla, Dritvík og Djúpalónssand (ca. 3 klst.), en síðan haldið heimleiðis með viðkomu á Ölkeldu.    

Verð kr. 20.000/23.000

Innifalið: Rúta, svefnpokagisting að Hofi í Staðarsveit, morgunverður, leiðsögn og fararstjórn, heimsókn í Vatnshelli og grillveisla á laugardagskvöldinu. Heitir pottar á staðnum (munið baðföt).