Þann 5. mars næstkomandi kl. 20:00 mun www.safetravel.is og Slysavarnafélagið Landsbjörg bjóða öllum áhugasömum ferðalöngum á á fyrirlestur er kallast “Snjóflóðaöryggisbúnaður og lífslíkur í snjóflóðum”. Farið verður í virkni mismunandi búnaðar og hvernig miðar að því að auka lífslíkur þess sem grefst í snjóflóði. Þetta er fyrirlestur sem enginn sem ferðast í fjallendi að vetrarlagi ætti að láta framhjá sér fara.
Fyrirlesturinn verður á tveimur stöðum samtímis, annarsvegar í húsnæði Hjálparsveita skáta í Reykjavík að Malarhöfða 6 og hinsvegar í húsnæði Súlna – björgunarsveitarinnar á Akureyri að Hjalteyrargötu 12.