Snjókoma stoppar ekki sjálfboðaliða

Öflugir sjálfboðaliðar létu smá snjókomu ekki stoppa sig í vinnuferð í Þórsmörk um síðustu helgi.

Hvítasunnuhelgin stóð svo sannarlega undir nafni í Þórsmörk og var hvít fyrir allan peninginn. Þegar sjálfboðaliðahópurinn vaknaði á sunnudaginn blasti við nokkurra sentimetra jafnfallinn snjór yfir öllu!

Þrátt fyrir snjókomuna og almennt skítviðri tók hópurinn vel til hendinni og lagaði meðal annars stéttina fyrir framan salernishúsið.

Ásamt því auðvitað að búa til snjókarl :)

Allt í allt góð ferð og góð helgi í skemmtilega fjölbreyttu veðri. Allra bestu þakkir til sjálfboðaliðanna fyrir ómetanlegt framlag.

Næsta vinnuferð FÍ er fimm daga ferð í Hornbjargsvita í lok júní undir styrkri stjórn Halldórs Hafdals. Biðlisti er í ferðina en við hvetjum fólk sem langar til að koma með til að skrá sig á biðlistann. Það er oft sem að það opnast pláss þegar nær dregur ferð.

Gert við gangstétt  Snjókarl