Fyrirhugað hafði verið að fara upp í Bláfjöll og þar sem búið var að finna gil fullt af snjó og grafa út tvö sýnis-snjóhús. Veðurguðirnir voru ekki alveg með á nótunum og þar sem mikið hvassviðri og hálka hamlaði aðgengi að Bláfjöllunum var haldið í Heiðmörk í staðinn. Þar var hið fínasta veður og nægur snjór til að búa til snjóvarnargarða og svokölluð grænlensk snjóhús, þ.e. snjóhús sem búin eru til úr tilhöggnum