Snjókorn falla...

Stefnt hafði verið að því að halda upp í Bláfjöll þar sem búið var að finna gil fullt af snjó og grafa út tvö snjóhús til sýnis og eftiröpunar. Veðurguðirnir voru ekki á sama máli og sökum hvassviðris og hálku hélt hópurinn, sem taldi um 50 manns, í Furulund í Heiðmörkinni í staðinn.

Allt að koma

Þar var svo hið fínasta veður og nægur snjór til að búa til snjóvarnargarða, snjóhús og snjókalla. Svokölluð grænlensk snjóhús urðu að mestu fyrir valinu en þau eru hlaðin upp og taka nokkuð lengri tíma að fullgera en þau sem eru hreinlega grafin út úr snjóskafli og eru algengari í íslenskum aðstæðum.

Glöð í snjóKyndlar í snjó

Allir fengu líka að prufa að nota snjóflóðastöng og leita að snjóflóðaýli og að lokum var gengin stuttur hringur um Heiðmörkina með blysum áður en allir héldu til síns heima, rjóðir og sælir.

Hér má sjá fleiri myndir úr þessari ferð.

Snjókallar