Söguslóðir Háskóla Íslands - laugardagur 25. maí

25. maí, laugardagur

Fararstjóri: Guðmundur Hálfdanarson.

Brottför: Kl. 11 frá Alþingishúsinu við Austurvöll.

Guðmundur, sem er prófessor við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, leiðir gönguferð um söguslóðir Háskóla Íslands fyrstu 50 árin. Farið verður á staði þar sem Háskóli Íslands starfaði og ráðgert var á fyrstu árum hans að ný háskólabygging myndi rísa. Ferðin er hluti af samstarfsverkefni HÍ og FÍ.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.