Ferðafélag Íslands stendur fyrir árlegri sólstöðugöngu á Esjuna laugardaginn 22. desember nk. kl. 10.
Mæting við Esjustofu þar sem gangan hefst.
Gengið verður áleiðis á Kistufell eftir því sem aðstæður leyfa, meðal annars í gegnum skóginn ofan við aðstöðu Skógræktarfélags Reykjavíkur við Mógilsá.
Gangan tekur ca þrjár klukkustundir.
Þátttakendur taka með sér sýnishorn af jólabakkelsinu og gefa hver öðrum að smakka að lokinni göngu og er þá um leið boðið upp á heitt kakó í fjallaskála Esjustofu.
Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.
Fararstjóri: Páll Guðmundsson