Staðan á hálendinu 11. júlí

Athugið að hálendisvegir (F-vegir) eru einungis fyrir jeppa og sumir aðeins færir stærri og breyttum jeppum.

Sprengisandsvegur/F26 er nú opinn  fyrir jeppa.

Þórsmörk/Goðaland
Búið að hefla veginn inn að Básum en þó aðeins fært fyrir stærri  fjórhjóladrifna bíla (jeppa). Ekki ráðlagt að fara yfir Krossá nema á breyttum bílum með reynda bílstjóra, skiptir sköpum að þekkja vöðin vel.

Fimmvörðuháls
Snjór í nokkra km yfir efsta partinn á hálsinum. Það getur verið allra veðra von þrátt fyrir að sé sumar! Mikilvægt að vera í góðum gönguskóm, hlýjum fatnaði og hafa með vind- og vatnshelt ysta lag.


Laugavegurinn
Samfelldur snjór ca 3 km milli Landmannalauga og Álftavatns (frá Stórahver yfir í Jökultungur). Snjóbrýr geta verið varasamar þar sem þær eru farnar að þynnast. Athugið að það getur verið allra veðra von þrátt fyrir að sé sumar! Mikilvægt að vera í góðum gönguskóm, hlýjum fatnaði og hafa með vind- og vatnshelt ysta lag.

Öskjuleið F88
Lindá er of vatnsmikil fyrir jepplinga (Duster og svipaða) betra að fara F905 og F910, það er minna í ánum á þeirri leið.

Kverkfjöll
Farið ekki inn í íshellinn!

Askja/Drekagil
Erfitt göngufæri í dyngjunni, bleyta og mjúkur snjór. Það sama er á gönguleiðinni að Víti.

Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu Vegagerðarinnar og Safetravel.is.