Strönd og Vogar, Vatnsleysuströnd

Nafnfræðifélagið í samstarfi við FÍ efnir til gönguferðar um Strönd og Voga þriðjudaginn 15. maí nk. Ætlunin er að aka að Halakoti á Vatnsleysuströnd á eigin bílum, og er mæting þar kl. 20.  Gengið verður í Bieringstanga og fengin leiðsögn þar hjá Magnúsi Ágústssyni í Halakoti. Síðan er haldið áfram í Voga og Grænaborg  skoðuð í leiðinni og álagasaga bæjarins sögð. Loks er gengið á Arhól og þar ætlar Viktor Guðmundsson að vera með eitthvað sem tengist nöfnum í Vogum, t.d. bæjanöfnum.  Við endum með nesti okkar í Aragerði og njótum tónlistar  frá heimamönnum (Þorvaldur Örn Árnason). Bók Sesselju Guðmundsdóttur um örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi er komin út í endurskoðaðri útgáfu og ætla Lionsmenn að kynna hana  þarna í lokin. Áætlað er að gönguferðin taki u.þ.b. tvær klukkustundir. Félagsmenn Ferðafélags Íslands eru velkomnir í gönguferðina.

                                                                                                            Stjórnin