Sumardagskrá Ferðafélags unga fólksins

Það verður fjörlegt og frískt sumar hjá Ferðafélagi unga fólksins. Sumardagskráin er skemmtileg og nóg að gerast og ekki skemmir fyrir að þátttaka í allar dagsferðir félagsins er ókeypis og allir velkomnir.

Það eru Vilborg Arna Gissurardóttir og Tomasz Þór Veruson sem leiða göngurnar í sumar en dagskrána má sjá hér að neðan.

Mæting í dagsferðirnar er kl. 19 við skrifstofur FÍ, Mörkinni 6. Ekkert þarf að panta í þær, bara mæta. Hins vegar þarf að skrá sig í lengri ferðir félagsins þ.e. Fimmvörðuhálsgönguna (2 dagar) og í gönguna um Laugaveginn (5 dagar). Það er gert með því að hringja á skrifstofu FÍ í síma 568 2533.