Sumarleyfisferð bíladeildar 27. júlí

Sumarleyfisferð bíladeildar 2007

Föstudaginn 27. júlí til miðvikudagsins 1. ágúst - Sumarleyfisferð fyrir alla bíla.

Fimm gistinætur. Unnt að slást í förina hvaða dag sem er - og hver og einn getur horfið heim á leið þegar hann vill. Það á einnig við um allar aðrar ferðir sem áætla meira en eina gistinótt.   

Fararstjóri Gísli Ólafur Pétursson

Sjá nánari upplýsingar og myndir úr ferðum bíladeildar á vef fararstjóra, www.gopfrettir.net

Nánari áætlun.
Látum nótt sem nemur og höfum tjaldið meðferðis til að vera örugg!
Á ferðum er stöðvað víða, menn skoða sig um og taka myndir:

  • 27. júlí - föstudag - Ekið í Bjarkarlund.
  • 28. júlí - laugardag - Farin Barðaströnd til Breiðavíkur.
  • 29. júlí - sunnudag - Farið á Látrabjarg og Rauðasand og einnig í Selárdal. Gist á Hrafnseyri við Arnarfjörð.
  • 30. júlí - mánudagur - Farin Lokinhamraleið til Þingeyrar, Bolungarvíkur og á Bolafjall og gist í Heydal.
  • 31. júlí - þriðjudagur - Kaldalón og Snæfjallaströnd, suður um Þorskafjarðarheiði í Ólafsdal.
  • 1. ágúst - miðvikudagur - Farnar úrleiðir heim.