Árbók Ferðafélags Íslands fjallar um Norð Austurland, Vopnafjörð, Strönd, Langanes, Þistilfjörð, Sléttu, Núpasveit, Öxarfjörð og Hólsfjöll. Ferðafélagið Norðurslóð býður upp á tvær áhugaverðar ferðir á árbókarsvæðinu sem vert er að kynna sér
Sumarleyfisferðir á árbókarsvæðinu 2013
18. - 21. júní Langanes - Fontur (tveir skór)
Ferð um friðsæla byggð sem var og eyðiþorp með mikla sögu, um lífleg fuglabjörg og út á ysta odda Langaness. Gist í þrjár nætur á farfuglaheimili.
1. dagur, þriðjudagur: Gengið frá farfuglaheimilinu Ytra-Lóni um svokallaðan eyðibýlahring og fræðst um sögu bæjanna og byggðarinnar. (14 km.)
2. dagur: Gengið með sjónum frá Sauðanesósi út að Heiðarhöfn, um Heiðarnesið og til baka meðfram Hlíðarvatni. Rekaviður og fallegar fjörur, fullar af lífi. (15 km.)
3. dagur: Ekið upp á Heiðarfjall og ummerki ratsjárstöðvar varnarliðsins skoðaðar. Síðan niður í Hrolllaugsstaði en þaðan er gengið um Kumblavík og Skálabjarg að eyðiþorpinu Skálum (12 km.) Frá Skálum er ekið út á Font, komið við á Skoruvíkurbjargi sem iðar af fugli og litið á súlubyggðina í Stóra-Karli. Ekið til baka að Ytra-Lóni.
4. dagur: Gengið frá Sauðanesi út í Grenjanesvita. Á leiðinni eru ýmis mannvirki og menningarminjar. Komið við í Sauðaneshúsi í lok ferðar. (8 km.)
Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina í síðasta lagi 20. maí. Skráning hjá ffnordurslod@simnet.is.
Verð: 39.500 / 44.500
Innifalið: Gisting, 3x kvöldmatur, 3x morgunmatur, akstur, aðgangseyrir og fararstjórn.
16. – 19. júlí Öxarfjörður út og suður (tveir skór)
Bækistöðvarferð frá Kópaskeri. Gengið frá fjöru til fjalla, um núpa, gil og gljúfur, út í ósnortið víðerni Melrakkasléttunnar.
1. dagur, þriðjudagur: Brottför frá Farfuglaheimilinu á Kópaskeri kl. 11:00. Gengið út að Snartastaðanúp, um Grímshöfn, Vörsluvík og fleiri víkur, með viðkomu í Kópaskersvita. Yfir Núpinn, ofan í Hvalvík og aftur heim.
2. dagur: Gengið um Klíningsskarð yfir í dularfullan Blikalónsdalinn, um töfrandi Melrakkasléttuna með vötnin mörgu, út að Blikalóni á Sléttu. Hlustað eftir ánni sem rennur neðanjarðar og á heimleiðinni gengið á Rauðanúp. Ekið á Kópasker.
3. dagur: Gengið á Öxarnúp og litið yfir Öxarfjörðinn allan. Gengið í Kleifargerði og fræðst um kumlið sem fannst þar í grenndinni. Síðan yfir Svelting í Buðlungahöfn og litið á Naustárfoss.
4. dagur: Gengið upp með Jökulsá að austan, að Gloppu og Valagilsá. Ofan í gljúfrin og upp úr þeim aftur. Fáfarnar slóðir í ævintýralegu umhverfi Jökulsárgljúfra.
Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina í síðasta lagi 14. júní. Skráning hjá ffnordurslod@simnet.is.
Verð: 27.000 / 30.000. Innifalið: Gisting, akstur, fararstjórn.