Sumarleyfisferðir FÍ

Fullbókað er í 12 sumarleyfisferðir FÍ í sumar. Ágætlega er bókað í nokkrar til viðbótar en minna bókað í aðrar. Fullbókað er í 5 ferðir á Hornstrandir og nokkur sæti laus í Jónsmessu á Hornströndum  með Sigrún Valbergsdóttur og Sæludaga í Hlöðuvík, sem og í aukaferðirnar Saga, byggð og búseti og Baráttan við björgin.

Héðins

Þá er fullbókað í ferðir í Lónsöræfi og Laugaveginn og í Fljótasvæðið, sem og þá eru 24 bókaðir í ferð í Héðinsfjörð en þar miðast hámarksfjöldi við 30 þátttakendur.  Vel er bókað í ferð um Jarlhettur, Skjaldbreið, Klukkuskarð og Laugarvatn með Ólafi Erni Haraldssyni og aðeins nokkur pláss laus í þá ferð.  Nokkur sæti eru laus í ferð um Látrabjarg og Rauðsand með Gísla Má Gíslasyni prófessor.

Þúfuver

Örfá sæti eru laus í sérstakar kvennaferðir um Laugaveginn.

Fullbókað er í ferð um Djúpafjörð og næsta nágrenni og vel bókað í ferð á vit fossanna í Djúpárdal.

Þá eru laus sæti í Eílífðina á Arnarvatnsheiði og í Sæludaga í Svarfarðardal.

Fjölmargir hafa bókað sig í einstaka dagsferðir og má þar nefna dagsferðir í Langasjó og Þjórsárver. Fljótasiglingu niður Brúará og Hvíta. Ökuferð með fornbílum í tilefni aldarafmæli konungsvegarins, sem og í ferð FÍ á Hvannadalshnjúk, sem styttist í að verði uppseld.

vatnajokull3