Sumarsólstöðuganga á Ármannsfell NÝTT
24. júní, föstudagur; rúta og einkabílar
Fararstjórar: Páll Ásgeir Ásgeirsson og Sigríður Lóa Jónsdóttir
Ferðafélag Íslands býður upp á sumarsólstöðuferð á Skjaldbreið föstudaginn 24. júní.
Lagt er af stað frá Mörkinni 6 kl. 19. Komið er við á Þingvöllum þar sem Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður tekur á móti hópnum og veitir stutta leiðsögn um Þingvelli og þjóðgarðinn.
Síðan er ekið að Ármannsfelli. Stefnt er að því að standa á tindi Ármannsfells rétt um miðnætti og baða sig í miðnætursólinni með stórfenglegt útsýni í allar áttir.
Farið er á einkabílum eða rútum eftir því sem hentar fólki betur.
Verð: 6000/8000. Kr. 5000 fyrir þá sem mæta á einkabílum.
Innifalið: rúta og leiðsögn.