Göngugleði FÍ sem starfar á sunnudagsmorgnum stefndi að Lögbergi s.l. sunnudag. Þar var gengið um nágrenni Nátthagavatns og Elliðakots. Alls tók gangan tvo og hálfan tíma og sex kílómetrar lagðir að baki. Í skýrslu hópsins er ferðinni svo lýst:
"Við gengum svo meðfram Nátthagavatni að bænum Elliðakoti og svo til baka eftir Dyngju og Lönguhlíðum. Við skoðuðum hús í Suðurbrekku sem er nánast alveg fallið en þar eru miklar vatnsuppsprettur. Á bakaleiðinni sáum við í gil nokkurt sem við reyndar skoðuðum ekki en þar hafði Fossvallaá runnið áður og er hægt að sjðá efst í gilinu að þar hefur verið fallegur foss - Fossvallafoss. En einhverntíma var farvegi árinnar beint frá Lækjarbotnum með varnargarði efst á Fossvallabrúnum."
Hér má sjá myndir. Hér er nánari fróðleikur um svæðið á heimasíðu Ferlis sem allt áhugafólk um gönguferðir í nágrenni Reykjavíkur er hvatt til að kynna sér nánar.