Í tilefni af útkomu bókarinnar “Svarfaðardalsfjöll – Genginn fjallahringurinn umhverfis Svarfaðardal” efna Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Hörgur og Útivist til göngu á nokkra þeirra 75 tinda sem umlykja Svarfaðardal. Gengið verður frá gönguskálanum að Baugaseli í Barkárdal en þangað er um 7 km. jeppaslóð. Farið er upp Skarðsárdal og á eftirtalin fjöll: Blástakk, Vörðufell, Stapa, Blekkil og Sörlatungufjall. Gengið til byggða niður Heggstaðadal. Ferðin verður miðvikudaginn 6. júlí undir leiðsögn bókahöfundarins Bjarna E. Guðleifssonar. Mæting við Baugasel kl. 10. Allir velkomnir. Þáttaka er ókeypis.