Sýning tileinkuð ferð Roald Amundsen á Suðurskautið

vid-isrondina-450
Fram liggur við festar við ísröndina í Hvalvík árið 1911- Mynd frá norska landsbókasafninu. 

Sýning Fram-safnsins í Osló um ferð Roald Amundsen á Suðurskautið 1911 verður opnuð í húsakynnum Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 föstudaginn 16. september kl. 17.00.

Forstöðumaður Fram-safnsins Geir Kløver flytur erindi um ferð Amundsen. Eftir erindið verður boðið upp á léttar veitingar.

Boðsbréf sendiráðsins >>


Nú eru 100 ár liðinn síðan hinn mikli landkönnuður Roald Amudsen náði því marki að verða fyrstur til að leiða leiðangur  á Suðurpólinn. Að því tilefni hefur verið sett upp metnaðarfull sýning um þá ferð og hún verður öllum opin 3 næstu helgar í húsakynnum FÍ.

Sýningin verður opin frá kl. 11.00 – 17.00 helgarnar 17. - 18. og 24. – 25. september og 1. - 2. október. Sýningin er í boði Norska sendiráðsins í Reykjavík.

Skoða vef tileinkaðan landkönnuðunum Amundsen og Nansen >>

 

amundsen-i-fullum-skruda
Roald Amundsen í fullum skrúða í júní 1899 - Mynd frá norska landsbókasafninu.