Teigsskógi í Þorskafirði þyrmt

Samkvæmt nýgengnum dómi Hæstaréttar verður ekki lagður nýr vegur gegnum Teigsskóg við utanverðan Þorskafjörð. Þeir sem börðust fyrir friðun skógarins kærðu úrskurð umhverfisráðherra sem heimilar vegalögn gegnum skóginn og nú hefur dómur fellt úr gildi úrskurð ráðherra.
Fyrir ferðamenn og náttúruunnendur þýðir þetta að Teigsskógur verður áfram sú lítt snortna náttúruparadís sem hann hefur verið hingað til.
Teigsskógur er sunnan og austan á nesinu milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Ekki er vegur fyrir nesið en yst heitir Grenitrésnes og þar segir Landnáma að hafi rekið geysistórt grenitré í landi Hallsteins landnámsmanns og voru af smíðaðar öndvegissúlur  á nær hvern bæ.
Á kortinu sést hvernig fyrirhuguð veglína átti bæði að skera Teigsskóg og þvera bæði Djúpafjörð og Gufufjörð.
Teigsskógur