Þar sem vegurinn endar

Kvennaferð í Árneshrepp – þar sem vegurinn endar - Ferðir FÍ

Ferðir FÍ - RSS

Númer: S-32
Dagsetning: 13.8.2008
Brottfararstaður: Mörkin 6
Viðburður: Kvennaferð í Árneshrepp – þar sem vegurinn endar
Lýsing:

Kvennaferð í Árneshrepp – þar sem vegurinn endar  - 2-3 skór  NÝTT
13.-17. ágúst

Fararstjórar: Elín S. Óladóttir og Helga Garðarsdóttir

Hámark: 20 manns í húsi, en auk þess er gott tjaldstæði í boði með góðri aðstöðu.

Gönguferð um stórbrotna náttúru Árneshrepps. Þetta er konuferð eins og þær gerast bestar. Gist allan tímann á Valgeirsstöðum í Norðurfirði. Fróðir heimamenn kíkja í heimsókn til frekari fræðslu og skemmtunnar.

Dagur 1:  Brottför frá Mörkinni 6 kl. 8. Ekið um Holtavöruheiði og norður Strandir. Eftir að hópurinn hefur komið sér fyrir á Valgeirsstöðum verður gengið á Urðarfjall, 473.

Dagur 2: Gengið á hæsta fjall Árneshrepps Lambatind, 854. Gangan hefst í Seljadal og endar í Kolbeinsvíkurdal og tekur um 7-9 tíma.

Dagur 3: Gengið á Reykjaneshyrnu, 316, frá bænum Stóru Ávík og endað á Gjögri. Eftir gönguna er ekið til Djúpavíkur og komið við á safninu Költ. 

Dagur 4: Gengið fyrir Kamb frá Veiðileysuhálsi. Létt 13-14 km ganga meðfram ströndinni, 6-7 tímar.

Dagur 5: Ekið til Reykjavíkur um Tröllatunguheiði með viðkomu á Drangsnesi.

Verð kr. 57.000 / 60.000

Innifalið: rúta, fararstjórar, gisting, matur, sund og söfn