Þingvallaþjóðgarður frá vatni um fáfarnar slóðir 8. júní

Með fróðleik í fararnesti: Þingvallaþjóðgarður frá vatni um fáfarnar slóðir 2skór NÝTT

8. júní, laugardagur

Nokkuð torfær leið á stuttum kafla og sérstaklega ef það er blautt.

Fararstjórar: Ólafur S. Andrésson og Sigrún Helgadóttir.

Brottför: Kl. 10 frá Nautatanga/Vatnsviki á Þingvöllum.

Ólafur, sem er prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, og Sigrún, sem er fræðiritahöfundur, leiða gönguferð um Þingvallaþjóðgarð utan alfaraleiðar.

Gengið er frá Vellankötlu um skógræktarreit og fjárhelli. Genginn verður hluti af gamalli þjóðleið, farið um gömul bæjarstæði og yfir gróin hraun. Um 4 klst. Ferðin er hluti af samstarfsverkefni HÍ og FÍ.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.