Þjóðhátíðarleiðangur á Þingvelli

Ferðafélag barnanna ætlar í þjóðhátíðarleiðangur til Þingvalla þann sautjánda júní. Þar fögnum við þjóðhátíð með því að ganga eftir endilangri Almannagjá, dýfum tánum ofan í ískalda Öxarána og syngjum Öxar við ána og Hæ hó jibbíjei svo undir tekur í hamraveggjunum.

Börn að vaða

Þetta verður stórskemmtileg tilraunaferð, mikið klöngur og fjör með þjóðlegu ívafi. Allir mæta í fánalitunum með þjóðhátíðarfána og nammigott nesti.

Gangan: Gengnir verða um 5 km., oft frekar illfært klifurklöngur sem hentar illa fyrir allra minnstu fæturnar nema foreldrar séu tilbúnir að hjálpa mikið til. Ferðin í heild tekur um 5 klst.

Mæting: Þátttakendur mæta á einkabílum kl. 11:00 á bílastæðinu við Upplýsingamiðstöðina á Þingvöllum, sunnudaginn 17. júní.

Þátttaka ókeypis og allir velkomnir.

Sjá nánar.