Þórður Tómasson 90 ára

Í vor kemur út hjá bókaútgáfunni Skruddu bók eftir Þórð Tómasson sem gefin er út í tilefni 90 ára afmæli höfundar þann 28. apríl n.k. og 60 ára afmælis Byggðasafnsins í Skógum. Bókin sem nefnist: Svipast um á söguslóðum -þættir um land, menn og mannaminjar í Vestur-Skaftafellssýslu er öll hin veglegasta. Þar fjallar hödundur um mannlíf í Vestur-Skaftafellssýslu í liðnum öldum og kynni sín af lifandi samfélago fólks á þesus svæði á seinni hluta 20. aldar, fólki sem tók safnaranum í Skógum með hljóðlátri hlýju og skilningi. Hér er um að ræða safn laustengdra þátta á sviði íslenskra þjóðfræða sem allir tengjast safnstarfi höfundar um 60 ára skeið.

Velunnurum Þórðar og Skógasafns býðst nú að skrá nafn sitt á heillaóskaskrá fremst í bókinni honum til heiðurs.

Þeir sem óska að skrá nafn sitt á heillaóskaskrána fá bókina á góðum afslætti. Sendið tölvupóst á skrudda@skrudda.is eða hringið í 552-8866 fyrir 15 apríl.