Þórhallur Ólafsson, fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands, hefur nú lokið við að ganga á öll fjöll í bók Ara Trausta og Péturs Þorleifssonar, 151 fjall á Íslandi. Þórhallur gekk á Baulu sl. fimmtudag og var það síðasta fjallið sem hann gekk á í þessu þriggja ára verkefni sínu. Alls kleif hann um 100 km af fjöllum og ók um 30.000 km í þessu fjallaverkefni. Í lokagöngunni voru meðal annars höfundar bókarinnar Ari Trausti og Pétur Þorleifsson með í för. ,,Þetta er búið að vera mikil ævintýri, " sagði Þórhallur þegar hann stóð á tindi Baulu og horfði yfir fjallahringinn. Hann hafði þá meðal annars gengið á öll fjöllin sem sáust af Baulu.