Starf skálavarða FÍ á fjöllum er fjölbreytt. Starfið snýst meðal annars um mótttöku gesta, leiðsögn, þrif, björgun og margt margt fleira. Í Langadal í Þórsmörk eru nú starfandi þrír skálaverðir og er í mörg horn að líta hjá skálavörðunum. Sjá myndir.
Skagfjörðsskáli FÍ tekur 78 manns í gistingu og er öll aðstaða til staðar. Lítil verslun er rekin í Langadal og fæst þar ýmis smávara.
Mikið er af fallegum gönguleiðum í Þórsmörk og hefur Ferðafélagið nýlega gefið út göngukort og stikað allar gönguleiðir í Mörkinni og unnið að lagfæringum á göngustígum.
Um þessar mundir er FÍ að setja upp fræðslustíga í Langadal með skemmtilegum upplýsingum um gróðurfar og lífríki Þórsmerkur. Ratleikur í Langadal verður settur upp á næstunni.