Um næstu helgi fer fram Þorvaldsdalsskokkið, elsta skipulagða óbyggðahlaup landsins. Fyrsta hlaupið var haldið 1994 en hlaupið er eftir endilöngum Þorvaldsdal í Eyjafirði.
Landvættaverkefni Ferðafélags Íslands eru nú komin í samstarf við hlaupið sem er hluti af Landvættaáskorunum. Nú verður boðið upp á hlaup í þremur vegalengdum, 25 km sem er aðalvegalengdin sem Landvættir þurfa að ljúka, 16-18 km sem er fyrir hálfvættina og að lokum 8-10 km sem ungvættirnar spreyta sig á.
Framkvæmdaaðilar Þorvaldsdalsskokksins eru: UMSE, Ungmennafélagið Reynir, Árskógsströnd og Ungmennafélagið Smárinn, Hörgárbyggð.