Þrettándaferð fjölskyldunnar í Þórsmörk

2. - 4.janúar 2009

Þrettándaferð fjölskyldunnar í Þórsmörk

- sama gamla verðið!!

Gisting og grillveisla >> kr. 4.000 á fullorðinn.

2. janúar - föstudagur - Þeir fyrstu fara síðdegis á föstudeginum.

Tungl er hálft og vaxandi og í heiðskíru skína stjörnur og braga norðurljós.

3. janúar - laugardagur - Flestir koma á laugardagsmorgninum. Farið úr bænum ekki síðar en kl. 08 og frá Hlíðarenda á Hvolsvelli kl. 10. Úrleiðir og viðfangsefni fara eftir vetrarstigi, veðrum og vindum.

Þegar myrkvast verða skoðaðar myndir úr ferðum liðins árs á meðan grillveislan er í undirbúningi.

Klukkan 20 er kveiktur eldur - mundu eftir að taka með þér þurran eldsmat!

Eftir það verður kvöldvaka í salnum til miðnættis en þá er stjörnuskoðun að hefðbundnum hætti.

4. janúar - sunnudagur - heimferð með úrleiðum. Litið við í Básum, Sóttarhelli og í Húsadal og finnist vað á Markarfljóti verður ekið vestur Fljótshlíð.