Þrettándaferð fjölskyldunnar í Þórsmörk / ferð bíladeildar
Fararstjóri Gísli Ólafur Pétursson
Skráning á skrifstofu FÍ í síma 568 2533
Þátttakendur koma á eigin jeppum sem þurfa að vera 33" hið minnsta og annars háð samþykki fararstjóra.
Ekið í Langadal í Þórsmörk og gist í Skagfjörðsskála. Farið í stuttar jeppaferðir, skoðunaferðir, gönguferðir og stjörnuskoðun, kvöldvaka á grill á laugardegi. Háldið heimleiðis á sunnudag með viðkomu á nokkrum stöðum. Komið til Reykjavíkur um eða efftir mjaltir.
Gisting , fararstjórn og grillveisla >> kr. 7.000 á fullorðinn.
Ath: Fargjald bíllausra er kr. 10 þús.
- Prentaðu út okkar hagnýtu ferðavenjur á www.gopfrettir.net
- og þótt þetta sé ekki vaðnámskeiðsferð þá er nytsamt
að skoða og prenta út >> áætlun og örnefnaskrá.
- Hér er A - a - a - abba lá -
Þórsmerkurvetrarferðarkvæði við írskt þjóðlag.
- og Þórsmerkurljóð við lag Cat Stevens: Morning has broken.
- 7. janúar - föstudagur - komið í Mörkina.
Þeir fyrstu fara síðdegis á föstudeginum. Tungl er um það bil nýtt, birta þess tempruð og í heiðskíru skína þá stjörnur og braga norðurljós.
- 8. janúar - laugardagur -
- Flestir koma á laugardagsmorgninum. Farið úr bænum ekki síðar en kl. 08 og frá Hlíðarenda á Hvolsvelli kl. 10. Úrleiðir og viðfangsefni fara eftir vetrarstigi, veðrum og vindum.
- Þegar myrkvast verða skoðaðar myndir úr ferðum liðins árs
á meðan grillveislan er í undirbúningi.
Frágangi er lokið kl. 21 og þá er kveiktur eldur
- mundu eftir að taka með þér þurran eldsmat!
Eftir það verður kvöldvaka í salnum til miðnættis en
þá er stjörnuskoðun að hefðbundnum hætti.
- 9. janúar - sunnudagur - heimferð með úrleiðum.
- Fótaferð fyrir kl. 09, tiltekt í skála frá kl. 10 og lagt af stað kl. 11.
Litið við í Básum, Sóttarhelli og í Húsadal og
finnist vað á Markarfljóti
verður ekið vestur Fljótshlíð.